Læknir Bolton: Muamba líður vel

Fabrice Muamba fær fyrstu hjálp á vellinum á laugardaginn.
Fabrice Muamba fær fyrstu hjálp á vellinum á laugardaginn. Reuters

Jonathan Tobin, læknir enska knattspyrnufélagsins Bolton Wanderers, segir að Fabrice Muamba líði vel og batahorfur hans eftir hjartaáfallið á laugardaginn verði stöðugt betri.

„Það er ánægjulegt að skýra frá því að eftir fyrstu batamerkin hefur líðan hans haldið áfram að þróast í rétta átt. Ég fór til að sjá Fabrice í gærkvöld og hann sagði: Hæ, doksi. Ég spurði hann hvernig honum liði og hann svaraði: Vel.

Tobin skýrði ennfremur frá því að Muamba hefði spurt sig út í hvað hefði gerst. "Ég útskýrði það fyrir honum og við áttum samræður á þessum nótum," sagði Tobin á vef Bolton í dag.

Hann skýrði ennfremur frá því að það hefði þurft 15 rafmagnsstuð til þess að fá hjarta Muamba til að slá á ný eftir að hann hneig niður á White Hart Lane á laugardaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka