Muamba með mynd á Twitter

Fabrice Muamba á London Chest sjúkrahúsinu.
Fabrice Muamba á London Chest sjúkrahúsinu. @fmuamba

Fabrice Muamba, knattspyrnumaðurinn hjá Bolton, sem fékk hjartastopp í leik gegn Tottenham fyrr í þessum mánuði, er smám saman að ná sér á London Chest-sjúkrahúsinu í London.

Í dag birti hann mynd af sér á samskiptavefnum Twitter og bað um að hún yrði send áfram, í þakklætisskyni við alla þá sem hefðu sýnt honum ótrúlegan stuðning undanfarna 13 daga.

Myndin er hér til vinstri. Hún er sú fyrsta sem birtist af honum eftir að hann  var fluttur á brott af White Hart Lane, nær dauða en lífi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka