Coyle: Muamba gengur um og brosir

Fabrice Muamba á London Chest sjúkrahúsinu.
Fabrice Muamba á London Chest sjúkrahúsinu. @fmuamba

Fabrice Muamba, leikmaður Bolton sem var við dauðans dyr eftir hjartastopp í leik gegn Tottenham 17. mars, heldur uppá 24 ára afmælið sitt í dag. Hann dvelur áfram á London Chest-sjúkrahúsinu og er ennþá á gjörgæsludeildinni þar en hefur sýnt miklar framfarir.

Owen Coyle, knattspyrnustjóri Bolton, staðfesti á vef félagsins að Muamba væri farinn að ganga um innan deildarinnar. „Hann gengur, talar, og er með þetta stóra bros sitt sem við öll elskum, og er svo sannarlega á réttri braut,“ sagði Coyle.

Í yfirlýsingu frá sjúkrahúsinu segir að Muamba hafi tekið stór skref í átt að bata og sé áfram á gjörgæsludeildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka