Muamba brátt af gjörgæslu

Fabrice Muamba á London Chest sjúkrahúsinu.
Fabrice Muamba á London Chest sjúkrahúsinu. @fmuamba

Knattspyrnukappinn Fabrice Muamba, sem var við dauðans dyr eftir hjartastopp í leik Bolton gegn Tottenham 17. mars, verður að öllum líkindum útskrifaður af gjörgæsludeild í næstu viku. Þá þykja efni standa til þess að hann fái jafnvel að snúa til síns heima á komandi vikum.

Greint er frá batahorfum Muamba í breska dagblaðinu Daily Mail. Þar kemur fram að læknar hafi tjáð honum að líklegt sé að hann verði útskrifaður af gjörgæsludeild þegar næstu skref verða ákveðin á þriðjudag. Einnig að hann verði hugsanlega færður á annað sjúkrahús, sem er nær heimili hans.

Muamba fagnaði 24 ára afmæli sínu á sjúkrahúsinu í gær og fékk til sín unnustu sína, þriggja ára son og föður sinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka