Muamba útskrifaður af sjúkrahúsinu

Fabrice Muamba á London Chest sjúkrahúsinu.
Fabrice Muamba á London Chest sjúkrahúsinu. @fmuamba

Fabrice Muamba, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Bolton Wanderers sem fékk hjartaáfall í leik gegn Tottenham fyrir mánuði síðan, var í dag útskrifaður af London Chest-sjúkrahúsinu.

Bæði Bolton og Sky Sports skýrðu frá því rétt í þessu.

Muamba hneig niður í leik liðanna á White Hart Lane 17. mars en læknum og sjúkraliðum tókst að halda í honum lífinu með stöðugum lífgunartilraunum á vellinum og síðan á leiðinni á sjúkrahúsið. Upplýst var að hjarta hans hefði ekki farið að slá af sjálfsdáðum fyrr en 78 mínútum eftir að hann féll til jarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka