Suárez beit Ivanovic (myndskeið)

Luis Suárez er magnaður leikmaður en hagaði sér heimskulega í …
Luis Suárez er magnaður leikmaður en hagaði sér heimskulega í dag. AFP

Luis Suárez gæti átt yfir höfði sér leikbann fyrir stórfuðulegt athæfi í leik Liverpool gegn Chelsea í dag. Suárez beit nefnilega í handlegg Branislavs Ivanovic, varnarmanns Chelsea, þegar dómarar sáu ekki til.

Skömmu áður en Suárez beit Serbann hafði hann fengið dæmda á sig vítaspyrnu fyrir að slá boltann innan vítateigs, en úr vítinu skoraði Eden Hazard og kom Chelsea í 2:1.

Suárez hefur áður gerst sekur um viðlíka athæfi en hann fékk sjö leikja bann í hollensku úrvalsdeildinni árið 2010 fyrir að bíta andstæðing sinn, Otman Bakkal, í leik með Ajax gegn PSV.

Myndband af atvikinu í dag má sjá með því að smella HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert