Enska knattspyrnusambandið hefur kært Luis Suárez, framherja Liverpool, vegna atviksins sem átti sér stað í leik Liverpool og Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.
Úrúgvæinn gerði sig sekan um að bíta Branislav Ivanovic, varnarmann Chelsea, í handlegginn. Dómari leiksins sá ekki atvikið en enska knattspyrnusambandið studdist við myndbandsupptökur af leiknum. Suárez hefur fengið frest til klukkan 17 til að svara ákærunni.