Poyet: Suárez fær ekki sömu meðferð og aðrir

Suárez baðst afsökunar strax eftir leik.
Suárez baðst afsökunar strax eftir leik. AFP

Gus Poyet, knattspyrnustjóri Brighton & Hove Albion í ensku B-deildinni, segir viðbrögðin við biti Luis Suárez í Branislav Ivanovic alltof ýkt og hann fái ekki sömu meðferð og aðrir í umræðunni.

Suárez var í gær kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir að bíta í Serbann í leik Liverpool og Chelsea í úrvalsdeildinni á sunnudaginn en Poyet finnst gagnrýni á samlanda sinn alltof hörð, sérstaklega í ljósi þess hversu fljótur hann var að biðjast afsökunar.

„Við eigum það til að ýkja allt. Luis veit hvað hann gerði. Hann veit að hann á ekki að gera svona og auðvitað væri það betra fyrir hann að lenda ekki í fleiri svona atvikum á þessu tímabili,“ segir Poyet.

„Það eru samt leikmenn sem hafa gert hræðilega hluti en beðist afsökunar tveimur mínútum síðar og verið kallaðir hetjur fyrir það. Luis Suárez baðst afsökunar um leið en það trúir enginn afsökunarbeiðninni. Það er sorglegt,“ segir Gust Poyet.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka