Carragher stendur með Suárez

Jamie Carragher lætur sinn mann ekki vera einan í baráttunni.
Jamie Carragher lætur sinn mann ekki vera einan í baráttunni. AFP

Jamie Carragher, leikmaður Liverpool, finnst hann vera gera það eina rétta með því að standa þétt við bakið á Luis Suárez en sjálfur vill hann frekar vera bitinn en fótbrotna.

Suárez gæti verið dæmdur í langt bann af aganefnd FA fyrir að bíta Branislav Ivanovic í leik Liverpool og Chelsea á sunnudaginn en Carragher stendur með honum í baráttunni.

Miðvörðurinn bendir á aðra leikmenn í sögu Liverpool á borð við Grame Souness, Robbie Fowler og Jan Molby sem allir fóru í gegnum erfiða tíma en fengu stuðning frá félaginu.

„Eins og talað er um málið núna er sagt að Liverpool þurfi að gera eitthvað í rotna eplinu í hópnum,“ segir Carragher í viðtali við Daily Mail.

„Það er eins og Luis sé eini maðurinn í sögu Liverpool sem hafi lent í umdeildu atviki. Það er bara ekki satt. Allir leikmennirnir sem ég minntist á hér að ofan sjá eftir því sem þeir gerðu og það sama gildir um Luis. En það mikilvæga er að félagið stóð með þeim.“

„Maður fékk sjokk að sjá bitið, engin spurning, og allir sem sáu þetta trúðu ekki sínum eigin augum. En var þetta samt verra en tækling sem gæti bundið enda á feril leikmanns?“ segir Carragher.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka