Suárez í 10 leikja bann

Luis Suárez.
Luis Suárez. AFP

Luis Suárez framherji Liverpool var í dag úrskurðaður í 10 leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic leikmann Chelsea í handlegginn í viðureign Liverpool og Chelsea á Anfield um síðustu helgi.

Þetta þýðir að Úrúgvæinn hefur lokið keppni á yfirstandandi leiktíð en hann missir af fjórum síðustu leikjum sinna manna í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og sex fyrstu leikjunum á næsta tímabili.

Suárez var í desember 2011 dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð í garð Patrice Evra fyrirliða Liverpool og framherjinn skæði fékk sjö leikja bann í Hollandi, þegar hann lék með Ajax, fyrir að bíta andstæðing sinn í öxlina.

Suárez hefur frest fram á föstudaginn til áfrýja úrskurði enska knattspyrnusambandsins en ljóst er að hann verður ekki markakóngur ensku úrvalsdeildarinnar í ár. Suárez hefur skorað 23 mörk en Robin van Persie skaust frammúr honum með þrennunni sem hann gerði gegn Aston Villa í fyrrakvöld. Van Persie hefur skorað 24 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert