Rodgers: Skilorðsbundið bann hefði dugað

Brendan Rodgers.
Brendan Rodgers. AFP

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóra Liverpool, finnst tíu leikja bannið sem Luis Suárez fékk fyrir að bíta Branislav Ivanovic of langt.

Rodgers finnst bannið beinast að Suárez sjálfum, ekki atvikinu. Honum finnst að skilorðsbundið bann hefði dugað.

„Það er þungi leikbannsins sem særir mest. Ég er mjög óánægður með þetta. Ekki kannski beint leikbannið sjálft því það sjá allir að Luis vissi að hann gerði rangt.“

„Mér fannst að bannið hefði getað verið tólf leikir en þá sex leikir í bann núna og sex leikir skilorðsbundnir. Ég held að enginn hefði getað mótmælt því,“ segir Brendan Rodgers.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka