Jóhann og Dagný leikmenn ársins

Jóhann Gunnar Einarsson úr Fram og Dagný Skúladóttir, Val, voru valin bestu leikmenn N1-deildar karla og kvenna í handknattleik á nýliðinni leiktíð en upplýst var um kjörið á lokahófi Handknattleikssambands Íslands sem stendur nú yfir í Gullhömrum í Grafarholti.

Bæði áttu þau afbragsgott keppnistímabil með félögum sínum og m.a. tapaði Fram-liðið ekki leik þegar Jóhann Gunnar lék með í deildinni.

Þjálfarar ársins voru valdir Einar Jónsson, þjálfari Fram, í N1-deild karla og Stefán Arnarson, þjálfari deildarmeistara Vals, í N1-deild kvenna.

Jóhann Gunnar fékk einnig Valdimarsbikarinn og Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, fékk Sigríðarbikarinn.

Besta dómarapar keppnistímabilsins var Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson.

Efnilegasti leikmaður N1-deildar karla var valinn Akureyringurinn Bergvin Gíslason. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Selfossi, var valin efnilegasti leikmaður N1-deildar kvenna.  Efnilegasti leikmaður 1. deildar karla var valinn Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV.

Þjálfarar ársins í 1. deild karla voru þeir Arnar Pétursson og Erlingur Richardsson, ÍBV, en þeir fóru með lið sitt upp í úrvalsdeildina við lok keppnistímabilsins.

Háttvísisverðlaun HDSÍ fengu Guðbjörg Guðmannsdóttir, ÍBV, og Bjarki Már Elísson, HK. Unglingabikar HSÍ fékk ÍBV.

Í úrvalsliði ársins í N1-deild karla voru eftirtaldir leikmenn valdir:

Daníel Freyr Andrésson, markvörður FH
Jón Þorbjörn Jóhannsson, línumaður Hauka
Bjarki Már Elísson, hornamaður HK
Gylfi Gylfason, hornamaður Hauka
Björgvin Þór Hólmgeirsson, skytta úr ÍR
Jóhann Gunnar Einarsson, skytta úr Fram
Sigurður Eggertsson, leikstjórnandi úr Fram.

Í úrvalslið ársins í N1-deild kvenna voru eftirtaldir leikmenn valdir:

Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals
Elísabet Gunnarsdóttir, línumaður Fram
Dagný Skúladóttir, hornamaður Vals
Hanna Guðrún Stefánsdóttir, hornamaður úr Stjörnunni
Stella Sigurðardóttir, skytta úr Fram
Þorgerður Anna Atlasdóttir, skytta úr Val
Esther Viktoría Ragnarsdóttur, leikstjórnandi úr Stjörnunni.

Hér að neðan má sjá allar þá sem fengu viðurkenningar á lokahófi HSÍ í kvöld:

Háttvísiverðlaun HDSÍ kvenna 2013: Guðbjörg Guðmannsdóttir - ÍBV

Háttvísiverðlaun HDSÍ karla 2013; Bjarki Már Elísson – HK

Unglingabikar HSÍ 2013; ÍBV

Markahæsti leikmaður 1.deildar karla 2013: Nemanja Malovic – ÍBV með 141 mark

Markahæsti leikmaður N1 deildar kvenna 2013: Marija Gedroit – Haukar með 156 mörk

Markahæsti leikmaður N1 deildar karla 2013: Bjarki Már Elísson – HK með 141 mark

Besti varnarmaður 1.deildar karla 2013: Magnús Stefánsson - ÍBV

Besti varnarmaður N1 deildar kvenna 2013: Steinunn Björnsdóttir - Fram

Besti varnarmaður N1 deildar karla 2013: Jón Þorbjörn Jóhannsson - Haukar

Besti sóknarmaður 1.deildar karla 2013: Nemanja Malovic - ÍBV

Besti sóknarmaður N1 deildar kvenna 2013: Þorgerður Anna Atladóttir - Valur

Besti sóknarmaður N1 deildar karla 2013: Björgvin Þór Hólmgeirsson - ÍR

Besti markmaður 1.deildar karla 2013: Svavar Már Ólafsson - Stjarnan

Besti markmaður N1 deildar kvenna 2013: Florentina Stanciu - ÍBV

Besti markmaður N1 deildar karla 2013: Daníel Freyr Andrésson - FH

Besta dómaraparið 2013: Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson

Sigríðarbikarinn 2013: Guðný Jenný Ásmundsdóttir - Valur

Valdimarsbikarinn 2013: Jóhann Gunnar Einarsson - Fram

Besti þjálfari í 1.deild karla 2013: Arnar Pétursson og Erlingur Birgir Richardsson - ÍBV

Besti þjálfari í N1 deild kvenna 2013: Stefán Arnarson - Valur

Besti þjálfari í N1 deild karla 2013: Einar Jónsson - Fram

Efnilegasti leikmaður 1.deildar karla 2013: Theodór Sigurbjörnsson - ÍBV

Efnilegasti leikmaður N1 deildar kvenna 2013: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir - Selfoss

Efnilegasti leikmaður N1 deildar karla 2013: Bergvin Þór Gíslason - Akureyri

Leikmaður ársins í 1.deild karla 2013: Nemanja Malovic - ÍBV

Besti leikmaður í N1 deild kvenna 2013: Dagný Skúladóttir - Valur

Besti leikmaður í N1 deild karla 2013: Jóhann Gunnar Einarsson - Fram

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert