Matthildur, Helgi og Arnar á HM í Lyon

Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir og Helgi Sveinsson keppa bæði í Lyon.
Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir og Helgi Sveinsson keppa bæði í Lyon. mbl.is/Ómar

Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, Helgi Sveinsson og Arnar Helgi Lárusson verða fulltrúar Íslands á heimsmeistaramóti fatlaðra í frjálsum íþróttum sem hefst í Lyon í Frakklandi á morgun og stendur yfir til 28. júlí.

Matthildur Ylfa, sem keppir í flokki F og T37, keppir í 100, 200 og 400 metra hlaupum sem og í langstökki. Fyrsta grein hennar er 200 metra hlaup en undanúrslitin eru á sunnudaginn. Hún keppir í undanúrslitum í 100 metra hlaupi næsta þriðjudag, í langstökki föstudaginn 26. júlí og 400 metra hlaupi degi síðar.

Helgi, sem keppir í flokki F42, keppir í spjótkasti á fimmtudaginn eftir viku. Þau Matthildur Ylfa voru bæði á ferðinni á Ólympíumóti fatlaðra í fyrra.

Arnar Helgi hlaut boð á HM sem eini keppandi Íslands í hjólastólakappakstri en hann hefur verið að ryðja veginn í greininni að nýju. Arnar Klemensson lét til sín taka á níunda áratugnum en síðan hafa orðið miklar breytingar í íþróttinni. Arnar keppir í undanriðli í 200 metra spretti næsta þriðjudag, og í 100 metra spretti á fimmtudaginn eftir viku.

Arnar Helgi Lárusson verður á ferðinni í Lyon í næstu …
Arnar Helgi Lárusson verður á ferðinni í Lyon í næstu viku. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert