Enski fjölmiðlar fullyrtu allir sem einn í gær að dagar David Moyes sem knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester United væru í þann mund að verða taldir. Sumir þeirra töldu sig hafa heimildir fyrir því að Moyes yrði sagt upp í dag áður en markaðir í Bandaríkjunum yrðu opnaðir en félagið er skráð þar auk þess sem eigendur þess eru bandarískir.
Forráðamenn Manchester United neituðu í gær að tjá sig um málið sem komst í hámæli fljótlega eftir hádegið. Sú staðreynd að þeir vilja ekki neita því að fótur sér fyrir orðróminum, hefur orðið til þess að auka enn á trúverðugleika hans.