Ferguson samþykkti að reka Moyes

David Moyes og Sir Alex.
David Moyes og Sir Alex. AFP

Sir Alex Ferguson fyrrverandi knattspyrnustjóri Manchester United gegndi
mikilvægu hlutverki í þeirri ákvörðun Manchester United að reka David Moyes úr starfi knattspyrnustjóra félagsins í gær.

Ensku blöðin greina frá þessu í dag en 10 mánuðum eftir að hafa valið Moyes sem sinn eftirmann var Ferguson ásamt nokkrum stjórnarmönnum mættur á fund á hóteli í Manchesterborg á sunnudaginn þar sem ákveðið var að láta Moyes taka poka sinn.

Moyes var formlega sagt upp störfum eftir fund með Ed Woodward varastjórnarformanni United í gærmorgun á æfingasvæði félagsins, Carrington.

Þær fréttir að Ferguson hafi gefist upp á Moyes svo snemma koma örugglega mörgum stuðningsmönnum Manchester United í opna skjöldu en hann ku hafa áttað sig á því fyrir nokkrum mánuðum að hann hafi gert mistök með því að velja Moyes sem arftaka sinn.

Ensku blöðin, þar á meðal Independent, greina frá því í dag að Ferguson komi aftur til með að fá að ráða því hver verði næsti knattspyrnustjóri félagsins en Ryan Giggs mun stýra liðinu í fjórum síðustu leikjunum á leiktíðinni.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert