Tottenham tryggði Evrópusæti - Norwich fallið

Emmanuel Adebayor fagnar marki ásamt Eriksen og Gylfa okkar Sigurðssyni.
Emmanuel Adebayor fagnar marki ásamt Eriksen og Gylfa okkar Sigurðssyni. AFP

Lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar fór fram í dag. Norwich féll úr deildinni og fylgir því Cardiff og Fulham niður í B-deildina.

Tottenham tryggði sér sjötta sætið með öruggum sigri á Aston Villa og leikur því í Evrópudeildinni á næstu leiktíð. Fráfarandi Englandsmeistarar Manchester United verða að láta sér lynda sjöunda sætið en þeir gerðu 1:1 jafntefli við Southampton.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is og öll úrslitin má sjá hér að neðan. Fylgst var með toppbaráttunni HÉR. 

Lokastaðan: Man City 86, Liverpool 84, Chelsea 82, Arsenal 79, Everton 72, Tottenham 69, Man Utd 64, Southampton 56, Stoke 50, Newcastle 49, Crystal Palace 45, Swansea 42, West Ham 40, Sunderland 38, Aston Villa 38, Hull 37, West Brom 36, Norwich 33, Fulham 32, Cardiff 30.

15:54 Ensku úrvalsdeildinni er lokið þetta árið.

15:50 Fulham - Crystal Palace 2:2. Fulham jafnar á fjórðu mínútu uppbótartíma. Chris David gerði það

15:44 WBA - Stoke 1:2 Charlie Adam er að tryggja Stoke sigur.

15:41 Fulham - Crystal Palace 1:2. Dwight Gayle kemur Palace yfir í annað sinn í leiknum.

15:33 Cardiff - Chelsea 1:2. Fernando Torres er á lífi og hann var að koma Chelsea yfir.

15:30 Cardiff - Chelsea 1:1. Chelsea jafnar metin, það gerir Andre Schurrle eftir að Azpilicueta hafi átt skot í slá.

15:20 Fulham - Crystal Palace 1:1. Cauley Woodrow jafnar fyrir Fulham.

15:18 Norwich - Arsenal 0:2. Carl Jenkinson skorar.

15:13 WBA - Stoke 1:1. WBA jafnar metin með marki Stephane Sessegnon.

15:12 Southampton - Man Utd 1:1. United jafnar með marki Juan Mata beint úr aukaspyrnu af 25 metra færi. Sæmilegt.

15:11 Sunderland - Swansea 1:3. Vonarglæta Sunderland er horfin þar sem Wilfried Bony skorar þriðja mark Swansea.

15:10 Norwich - Arsenal 0:1. Arsenal brýtur ísinn gegn Norwich með marki frá Aaron Ramsey.

15:06 Sunderland - Swansea 1:2. Fabio Borini minnkar muninn fyrir Sunderland.

15:03 Hull - Everton 0:2. Romelu Lukaku kemur Everton í 2:0 stax í upphafi síðari hálfleiks.

15:01 Nú fer síðari hálfleikur að hefjast. Það eru 45 mínútur eftir af deildinni þetta árið og eins gott að njóta!

14:48 Nú fer að detta inn hálfleikur í leikjunum átta. Það hefur verið hörkufjör og mark komið á flestum völlum. 

14:37 Tottenham - Aston Villa 3:0. Strax eftir annað markið fékk Tottenham vítaspyrnu. Emmanuel Adebayor fer á punktinn og skorar þriðja markið.

14:35 Tottenham - Aston Villa 2:0. Forskot Spurs er tvöfaldað með sjálfsmarki Nathans Bakers.

14:30 Fulham - Crystal Palace 0:1. Dwight Gayle kemur Palace yfir.

14:27 Southampton - Man Utd 1:0. Giggs og félgar lenda undir. Rickie Lambert kemur Southampton yfir.

14:23 WBA - Stoke 0:1. Stoke kemst yfir eftir sjálfsmark frá Gareth McAuley.

14:15 Cardiff - Chelsea 1:0. Það er markaregn í Englandi og því ber að fagna. Craig Bellamy kemur föllnu liði Cardiff yfir gegn Chelsea.

14:14 Tottenham - Aston Villa 1:0. Paulinho kemur Spurs yfir.

14:13 Sunderland - Swansea 0:2. Marvin Emnes tvöfaldar forskotið.

14:10 Hull - Everton 0:1. Everton kemst yfir með marki James McCarthy.

14:08 Sunderland - Swansea 0:1. Fyrsta mark dagsins er komið. Nathan Dyer kemur Swansea yfir gegn Sunderland.

14:00 Leikirnir eru komnir af stað.

13:47 Þrettán mínútur þangað til flautað verður til leiks í síðasta sinn í vetur. Fjölmargir leikmenn fá hins vegar ansi stutt sumarfrí enda styttist óðfluga í HM í knattspyrnu.

13:10 Byrjunarliðin eru dottin í hús og þau má sjá hér að neðan. Það er þokkaleg lesning en eins og sjá má eru okkar menn báðir í byrjunarliðum sinna liða. Aron Einar Gunnarsson hjá Cardiff og Gylfi Þór Sigurðsson hjá Tottenham.

Car­diff: Marshall; Fabio, Caulker, Turner, John; Aron Einar, Mutch, Whittingham, Daehli; Bellamy, Campbell.

Chel­sea: Schwarzer; Azpilicueta, Ivanovic, Kalas, Cole; Mikel, Matic; Oscar, Salah, Hazard; Torres.

---

Ful­ham: Stockdale; Zverotić, Heitinga, Hangeland, Amorebieta; Kačaniklić, Sidwell, Parker, Richardson; Rodallega, Woodrow.

Crystal Palace: Hennessey; Mariappa, Dann, Delaney, Ward; Bolasie, Jedinak, Ledley, Ince; Chamakh, Gayle.

---

Hull: McGregor; McShane, Figueroa, Bruce, Davies, Elmohamady; Quinn, Huddlestone, Livermore, Jelavic, Aluko.

Evert­on: Howard; Coleman, Distin, Jagielka, Baines; McCarthy, Barry; Osman, Naismith, McGeady; Lukaku.

---

Norwich: Ruddy; Martin, R Bennett, Turner, Olsson; Tettey; Snodgrass, Howson, Johnson, Redmond; Elmander.

Arsenal: Fabianski, Jenkinson, Sagna, Koscielny, Gibbs, Arteta, Rosicky, Ramsey, Ozil, Podolski, Giroud.

---

Sout­hampt­on: Boruc, Clyne, Fonte, Lovren, Shaw, Wanyama, Cork, Schneiderlin, Davis, Lallana, Lambert.

Manchester United: De Gea; Smalling, Ferdinand, Vidic, Evra; Januzaj, Fletcher, Kagawa, Welbeck; Mata; van Persie.

---

Sund­erland: Mannone, Vergini, Bardsley, Brown, O'Shea, Bridcutt, Larsson, Colback, Johnson, Borini, Wickham.

Sw­an­sea: Tremmel, Tiendalli, Amat, Bartley, Taylor, Fulton, Shelvey, Dyer, Emnes, Routledge, Bony.

---

Totten­ham: Lloris; Naughton, Chiriches, Dawson, Rose; Sandro; Gylfi Þór, Paulinho, Eriksen; Adebayor, Kane.

Ast­on Villa: Guzan, Lowton, Vlaar, Baker, Bertrand, Bacuna, Westwood, Delph, Weimann, Bowery, Agbonlahor.

---

WBA: Foster, Dawson, McAuley, Olsson, Brunt, Dorrans, Mulumbu, Morrison, Amalfitano, Sessegnon, Berahino.

Stoke: Sorensen; Muniesa, Shawcross, Wilson, Cameron; Whelan, Nzonzi, Odemwingie; Ireland, Arnautovic, Walters.

Aaron Ramsey kom Arsenal yfir.
Aaron Ramsey kom Arsenal yfir. AFP
Juan Mata jafnaði fyrir Manchester United gegn Southampton beint úr …
Juan Mata jafnaði fyrir Manchester United gegn Southampton beint úr aukaspyrnu. AFP
Ashley Cole var léttur í sigrinum á Cardiff.
Ashley Cole var léttur í sigrinum á Cardiff. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert