Barcelona staðfestir Suárez

Luis Suarez.
Luis Suarez. AFP

Barcelona staðfesti rétt í þessu að algjörlega væri búið að ganga frá kaupunum á Luis Suárez frá Liverpool en félagið hefur átt í mestu vandræðum með að tilkynna formlega komu hans á Camp Nou vegna keppnisbannsins sem Úrúgvæinn hlaut hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA.

Forráðamenn Barcelona eru þessa stundina að fara yfir ýmis mál á fréttamannafundi. Suárez má hvergi koma fram í tengslum við knattspyrnuviðburði á meðan keppnisbann hans stendur yfir og því var ekki hægt að kynna hann til sögunnar hjá félaginu á hefðbundinn hátt.

„Hann er 100 prósent meðlimur í okkar félagi," sagði íþróttastjóri Barcelona, Andoni Zubizarreta, á fundinum.

Í síðustu viku kom fram að félögin hefðu gengið frá málum varðandi Suárez en Barcelona greiðir Liverpool 75 milljónir punda fyrir hann. Suárez má ekki  byrja að æfa eða spila með liðinu fyrr en í lok október vegna bannsins sem hann fékk  fyrir að bíta Giorgio Chiellini, leikmann Ítalíu, i leik þjóðanna á HM í síðasta mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert