Fer Cole til Crystal Palace?

Ashley Cole, fyrir miðju.
Ashley Cole, fyrir miðju. AFP

Neil Warnock knattspyrnustjóri Crystal Palace hefur staðfest að hann sé á höttunum eftir bakverðinum Ashley Cole.

Cole, sem lék með Arsenal og Chelsea, er nú á mála hjá Roma á Ítalíu. Palace hefur áhuga á að fá bakvörðinn reynda að láni en Cole er ekki alveg ókunnugur félaginu því hann var í láni hjá því árið 2000 og lék þá 14 leiki með liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert