Enska úrvalsdeildarliðið QPR hefur fengið argentínska knattspyrnumanninn Mauro Zárate lánaðan frá West Ham út þetta keppnistímabil.
Zárate er 27 ára gamall sóknarmaður sem gekk til liðs við West Ham síðasta sumar frá Vélez Sarsfield í heimalandi sínu. Hann skoraði í fyrsta leik sínum í úrvalsdeildinni, gerði glæsimark gegn Crystal Palace í ágúst, en hefur aðeins náð að spila sjö leiki fyrir West Ham í deildinni og skorað tvö mörk.
BREAKING: @QPRFC have completed the loan signing of @whufc_official front-man @mau_zeta #WelcomeMauro pic.twitter.com/3m6LJT4JI2
— QPR FC (@QPRFC) January 6, 2015