Jermain Defoe er orðinn leikmaður enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland en hann skrifaði nú í hádeginu undir þriggja og hálfs árs samning við félagið.
Defoe kemur til Sunderland frá Toronto FC en þessi knái framherji var áður í herbúðum Tottenham og skoraði grimmt fyrir Lundúnaliðið.
Bandaríski landsliðsmaðurinn Jozy Altidore fer á móti til Toronto FC en það er hluti af samningi félaganna. Altidore hefur alls ekki náð sér á strik með Sunderland en hann kom til þess frá hollenska liðinu AZ Alkmaar.
„Sunderland er frábært félag og ég hef alltaf notið að þess að spila á móti Sunderland því liðið á frábæran leikvang og góða stuðningsmenn,“ segir Defoe á vef Sunderland.