United að semja við Schneiderlin

Morgan Schneiderlin.
Morgan Schneiderlin. AFP

Franski miðjumaðurinn Morgan Schneiderlin hefur náð samkomulagi við Manchester United um fjögurra ára samning við félagið ef marka má netútgáfu franska íþróttamiðilsins L'Équipe í morgun.

Schneiderlin lék vel með Southampton á síðustu leiktíð en það segir í fréttinni að liðin hafi ekki náð samkomulagi. Þó er talið að kaupverðið muni fara hátt upp í 30 milljónir evra.

Schneiderlin hefur verið hjá Southampton frá árinu 2008 og gekk í raðir félagsins frá Strasbourg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka