Franski miðjumaðurinn Morgan Schneiderlin hefur náð samkomulagi við Manchester United um fjögurra ára samning við félagið ef marka má netútgáfu franska íþróttamiðilsins L'Équipe í morgun.
Schneiderlin lék vel með Southampton á síðustu leiktíð en það segir í fréttinni að liðin hafi ekki náð samkomulagi. Þó er talið að kaupverðið muni fara hátt upp í 30 milljónir evra.
Schneiderlin hefur verið hjá Southampton frá árinu 2008 og gekk í raðir félagsins frá Strasbourg.