Miðvörðurinn Steven Caulker er genginn í raðir Liverpool og hefur skrifað undir samning við félagið sem gildir út leiktíðina.
Liverpool fær Caulker að láni frá QPR en hann kemur til liðsins frá Southampton þar sem hann hefur verið í láni á þessu tímabili.
Caulker, sem 24 ára gamall, er þegar orðinn löglegur og getur tekið þátt í leiknum gegn Arsenal á Anfield annað kvöld en Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, þurfti nauðsynlega að fá varnarmann þar sem þeir Martin Skrtel, Dejan Lövren og Mamadou Sakho eru allir frá keppni vegna meiðsla.