Mourinho reiknaði ekki með sigri Íslands

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

Sigur Íslands á Englandi í 16-liða úrslitunum Evrópumótsins í knattspyrnu hefur það í för með sér fyrir ensku landsliðsmennina í Manchester United, þá Wayne Rooney, Chris Smalling og Marcus Rashford, að þeir munu allir fara í æfingaferð Manchester United til Kína á næstu dögum.

„Ég tek ensku strákana með, ég bjóst ekki við því að þeir myndu koma með. Ég tek þá með, en ég mun ekki láta þá spila,“ sagði José Mourinho á sjónvarpsstöð Manchester United, MUTV, í dag og bjóst að því sögðu væntanlega ekki við því að Ísland myndi slá England út úr keppninni.

Reglur FIFA kveða á um að minnsta kosti þriggja vikna frí fyrir leikmenn eftir stórmót en í ljósi þess hversu snemma England féll úr leik þurfa ensku landsliðsmennirnir að mæta fyrr til starfa.

Sænska stjarnan Zlatan Ibrahimovic, sem gekk í raðir United í sumar, mun hins vegar fá meira frí, þrátt fyrir að hafa fallið úr leik í riðlakeppninni með Svíþjóð. Zlatan verður 35 ára í október og Mourinho ætlar sér augljóslega ekki að taka neina áhættu með kappann og vill fá hann úthvíldan fyrir mót.

Manchester United mun spila við Dortmund hinn 22. júlí í Kína og þremur dögum síðar mætir liðið Manchester City.

Zlatan fær lengra frí.
Zlatan fær lengra frí. AFP
Wayne Rooney og félagar féll úr leik gegn Íslandi með …
Wayne Rooney og félagar féll úr leik gegn Íslandi með skottið á milli lappanna. AFP
José Mourinho.
José Mourinho. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka