Sendur heim úr æfingaferð Liverpool

Mamadou Sakho.
Mamadou Sakho. AFP

Franski varnarmaðurinn Mamadou Sakho hefur verið sendur heim úr æfingaferð Liverpool í Bandaríkjunum.

Liverpool er við æfingar og keppni vestanhafs þar sem liðið undirbýr sig fyrir átökin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sem hefst eftir rúmar tvær vikur. 

Sakho hefur verið sendur aftur til Englands vegna lélegs viðhorfs á og við æfingasvæði Liverpool í áðurnefndri ferð. 

Hinn 26 ára gamli varnarmaður missti af úrslitaleikjum í Evrópudeildinni og Evrópumótinu í knattspyrnu eftir að hafa verið sett­ur í tíma­bundið 30 daga keppn­is­bann und­ir lok síðustu leiktíðar. Hann er nú laus allra mála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert