Jón Daði Böðvarsson lagði upp annað marka Wolves sem sigraði Crawley Town, 2:1, í fyrstu umferð ensku deildabikarkeppninnar í knattspyrnu á heimavelli sínum, Molineux í kvöld.
Jón Daði hóf leikinn á varamannabekk Wolves, en kom inn á sem varamaður í hálfleik og lagði upp sigurmark liðsins fyrir Conor Coady á 76. mínútu leiksins.
Jón Daði hefur farið vel af stað með Wolves á leiktíðinni, en hann skoraði jöfnunarmark liðsins þegar liðið gerði 2:2 jafntefli gegn Rotherham í fyrstu umferð ensku B-deildarinnar um helgina.