Hart orðinn leikmaður Torino

Joe Hart heldur á búningi Torino.
Joe Hart heldur á búningi Torino. AFP

Enski landsliðsmarkvörðurinn, Joe Hart, er genginn til liðs við ítalska liðið Torino frá Manchester City. Um lánssamning er að ræða en Hart mun leika á Ítalíu á yfirstandandi keppnistímabili.

Hart missti sæti sitt sem aðalmarkvörður Manchester City með tilkomu spænska knattspyrnustjórans Pep Guardiola. 

„Skyndilega urðu breytingar á ferlinum og vistaskiptin til Torino komu upp á réttum tíma,“ sagði Hart eftir að hann skrifaði undir samninginn í morgun.

„Ítalskir markmenn eru þekktir um allan heim og ég er fullviss um að ég get lært margt hér í Torino.“

Hart, sem er 29 ára gam­all, samdi við Manchester City árið 2006 en lék síðan sem lánsmaður með Tran­m­ere, Blackpool og Bir­ming­ham áður en hann tók við stöðu aðal­markv­arðar hjá City sem hann hef­ur gegnt und­an­far­in ár.

Hart hef­ur verið aðal­markvörður enska landsliðsins síðustu ár og hef­ur leikið 53 lands­leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert