Henderson verður fyrirliði

Jordan Henderson.
Jordan Henderson. AFP

Jordan Henderson, miðjumaður Liverpool, verður fyrirliði enska landsliðsins annað kvöld þegar það mætir Spánverjum í vináttulandsleik í knattspyrnu á Wembley.

Wayne Rooney er meiddur og gat ekki æft með liðinu í morgun og skýrt var frá því á fréttamannafundi rétt í þessu að Henderson myndi taka við fyrirliðastöðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert