Það verður slegist um Gylfa í sumar

Gylfi Þór Sigurðsson hefur borið Swansea-liðið á herðum sér í …
Gylfi Þór Sigurðsson hefur borið Swansea-liðið á herðum sér í vetur. AFP

„Þetta er ekki einföld spurning. Það eru margir angar í þessum málum. Auðvitað væri það skemmtilegast fyrir okkur Íslendinga að Gylfi Þór myndi færa sig um set í annað lið í ensku úrvalsdeildinni og blómstra hjá einhverju stærra liði heldur en Swansea. Gylfi skrifaði undir nýjan frábæran samning í sumar. Það var lögð gríðarlega mikil áhersla á að halda honum og gera við hann nýjan samning þar sem liðið missti fyrirliða sinn, Ashley Williams. Liðið mátti alls ekki við því að missa hina stjörnuna,“ segir Guðmundur Benediktsson um stöðu mála hjá Gylfa Þór Sigurðssyni.

Guðmundur er einn þriggja álitsgjafa sem ræða stöðu Gylfa hjá Swansea í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

„Það eru háar fjárhæðir í húfi fyrir félögin að halda sér í úrvalsdeildinni og ég sé engan mann sem er viðriðinn Swansea þora að samþykkja sölu á Gylfa í janúar þegar liðið er á þessum stað á töflunni. Þar fyrir utan þá myndi ég halda, án þess að ég hafi nokkuð fyrir mér um það, að það séu ákvæði í samningi Gylfa að hann geti farið frá liðinu fyrir ákveðna upphæð ef það fellur. Það þarf enginn að segja mér annað en að sú upphæð sé lægri heldur en sú sem Gylfi yrði seldur á ef Swansea væri tilbúið að selja hann í janúar. Þar með yrði Gylfi í miklu betri samningsstöðu. Einfalda svarið við þessari spurningu er nei. Gylfi verður hjá Swansea fram á sumarið og ef liðið fellur þá verður slegist um hann og það verður það líka þó svo að liðið haldi sér uppi. Það yrði einhver möguleiki á að hann yrði um kyrrt ef liðið bjargar sér,“ segir Guðmundur.

Sjá ítarlega umfjöllun í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem Guðmundur og tveir aðrir svara spurningunni um hvort Gylfi ætti að vera áfram hjá Swansea eða fara í sterkara lið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert