Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson leikmaður enska B-deildarliðsins Wolves fær nýjan knattspyrnustjóra í sumar en frá því var greint fyrir stundu að Paul Lambert er hættur sem stjóri liðsins.
Lambert var við stjórnvölinn hjá Wolves í sjö mánuði en liðið hafnaði í 15. sæti í B-deildinni á nýliðnu tímabili en hann er fjórði knattspyrnustjóri Wolves á síðustu sex árum sem hættir hjá liðinu innan eins árs.
Jón Daði gekk í raðir Úlfanna fyrir tímabilið. Hann kom við sögu í 42 leikjum liðsins í deildarkeppninni og skoraði í þeim 3 mörk.