Mahrez vill fara frá Leicester

Ryan Mahrez.
Ryan Mahrez. AFP

Alsírski knattspyrnumaðurinn Riyad Mahrez hefur óskað eftir því að fá að yfirgefa enska úrvalsdeildarliðið Leicester City.

Mahrez, sem er 26 ára gamall, kom til Leicester frá franska liðinu Le Havre fyrir smáaura og hann var fljótur að stimpla sig inn hjá enska liðinu.

Mahrez átti frábært tímabil með Leicester í fyrra og átti stóran þátt í ævintýri liðsins þegar það gerði sér lítið fyrir og landaði Englandsmeistaratitlinum en hann var þá kjörinn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar.

„Af mikilli aðdáun og virðingu sem ég hef fyrir Leicester þá vil ég vera alveg heiðarlegur og ég hef því tilkynnt félaginu að mér finnist komi tími til að fara frá því,“ segir Mahrez í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér.

„Ég hef átt fjögur bestu ár mín á ferlinum hjá Leicester og hef notið hverrar einustu stundar. Ég er gríðarlega stoltur að hafa verið hluti af því sem við höfum afrekað á tíma mínum og hámarkinu náðum við með því að vinna Englandsmeistaratitilinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert