Hinn 16 ára gamli knattspyrnumarkvörður Jökull Andrésson skrifaði í dag undir atvinnumannssamning við enska B-deildarfélagið Reading og fetaði þar með í fótspor bróður síns, Axels Óskars.
Axel Óskar greindi frá þessu á Twitter-síðu sinni í dag og kvaðst stoltur af litla bróður, en sá eldri lék fyrr í þessum mánuði fyrstu tvo leiki sína fyrir aðallið Reading, í deildabikarnum. Jökull hefur samkvæmt frétt Fótbolta.net æft með Reading meira og minna frá árinu 2014 en það var svo í janúar á þessu ári sem hann var fyrst kallaður til æfinga með aðalliði félagsins.
Jökull lék með Aftureldingu hér á landi. Þess má til gamans geta að hann á 16 ára afmæli í dag.
My brother is 16 years old today and signed his first contract for @readingfc as well! Proud of him. @JokullAndresson pic.twitter.com/FxoKPeFHcQ
— Axel Óskar Andrésson (@axelandresson) August 25, 2017