David Moyes næsti stjóri West Ham

David Moyes.
David Moyes. AFP

David Moyes verður ráðinn eftirmaður Slaven Bilic sem knattspyrnustjóri West Ham og verður hann kynntur til leiks á morgun samkvæmt heimildum Sky Sports. 

Bilic var rekinn í dag og mun Moyes skrifa undir sex mánaða samning við félagið. West Ham hefur farið mjög illa af stað í deildinni og er í 18. sæti sem er fallsæti. 

Fyrsti leikur Moyes með West Ham verður gegn Watford á útivelli 19. nóvember næstkomandi. Hann stýrði síðast Sunderland en náði ekki að koma í veg fyrir fall úr efstu deild á síðustu leiktíð, en hann hefur einnig stýrt Preston, Everton, Manchester United og Real Sociedad á 19 ára þjálfaraferli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert