Sokratis á leið til Arsenal

Sokratis Papastathopoulos er sagður vera að ganga til liðs við …
Sokratis Papastathopoulos er sagður vera að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal. AFP

Sokratis Papastathopoulos, varnarmaður þýska knattspyrnufélagsins Borussia Dortmund mun fljúga til London í vikunni og gangast undir læknisskoðun hjá enska úrvaldeildarfélaginu Arsenal en það er Sports Illustrared sem greinir frá þessu. Sokratis hefur verið orðaður við Arsenal að undanförnu en nú stefnir allt í að hann verði fyrstu kaup Unai Emery sem tók við stjórnartaumunum hjá félaginu í síðasta mánuði.

Sokratis er 29 ára gamall grískur miðvörður sem hefur spilað með Dortmund frá árinu 2013. Hann spilaði 30 leiki með félaginu á þessari leiktíð þar sem hann skorað 2 mörk og þá á hann að baki 79 landsleiki með Grikkjum þar sem hann hefur skorað 3 mörk. Hann verður samningslaus næsta sumar og því er Dortmund tilbúið að selja hann í sumar á meðan þeir geta fengið ágætis upphæð fyrir hann en hann hefur verið algjör lykilmaður hjá þýska liðinu, undanfarin ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka