Markmaðurinn ungi Jökull Andrésson hefur gert samkomulag við enska knattspyrnufélagið Reading og mun hann gera atvinnumannasamning við félagið er hann verður 17 ára í lok ágúst.
Jökull hefur svo gert lánssamning við enska F-deildarfélagið Hungerford Town þar sem hann mun leika til áramóta. Bróðir Jökuls, Axel Andrésson, er einnig leikmaður Reading.
Jökull spilaði sex leiki fyrir U18 ára lið Reading á síðustu leiktíð. Hann gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Hungerford á móti Thatcham Town í ensku utandeildabikarkeppninni.
Absolutely delighted to have signed my pro contract with @ReadingFC. There is no other club I would like to be for the next 2 years. And I can’t wait to start my loan with @HungerfordTown... It is going to be challenging but that’s what it is all about🔵⚪️🔵⚪️ pic.twitter.com/FsBHLoQe1b
— Jökull Andrésson (@JokullAndresson) July 24, 2018