Jökull verður atvinnumaður og fer að láni

Jökull Andrésson skrifar undir atvinnumannasamning í ágúst.
Jökull Andrésson skrifar undir atvinnumannasamning í ágúst. Ljósmynd/Reading FC

Markmaðurinn ungi Jökull Andrésson hefur gert samkomulag við enska knattspyrnufélagið Reading og mun hann gera atvinnumannasamning við félagið er hann verður 17 ára í lok ágúst. 

Jökull hefur svo gert lánssamning við enska F-deildarfélagið Hungerford Town þar sem hann mun leika til áramóta. Bróðir Jökuls, Axel Andrésson, er einnig leikmaður Reading. 

Jökull spilaði sex leiki fyrir U18 ára lið Reading á síðustu leiktíð. Hann gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir Hungerford á móti Thatcham Town í ensku utandeildabikarkeppninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert