Jim Ratcliffe, ríkasti maður Bretlands og eigandi fjölda jarða á norðausturhluta Íslands, er orðaður við kaup á enska knattspyrnufélaginu Chelsea fyrir tvo milljarða punda.
Götublaðið The Sun skýrir frá því að Secret Footballer, nafnlaus en vinsæll Twitter-reikningur, segi frá þessu og að sala á félaginu til Ratcliffe sé í vinnslu.
Thu Sun segir að samkvæmt sínum heimildamönnum sem séu nánir Roman Abramovich, eiganda Chelsea, sé félagið ekki til sölu. Abramovic keypti Chelsea fyrir 140 milljónir punda árið 2003.
Ratcliffe er sagður vera stuðningsmaður Manchester United en sé þó ársmiðahafi hjá Chelsea á Stamford Bridge. Þá sé hann vel tengdur í rekstur knattspyrnufélaga eftir að hafa keypt svissneska félagið Lausanne á síðasta ári.
I’m hearing that Abramovich has taken residency in Jersey and has made a £30m offer for a house there to relocate after the Chelsea sale.
— Secret Footballer (@TSF) July 29, 2018