Liverpool hafnaði tilboði í Grujic

Marko Grujic hefur ekki átt fast sæti í liði Liverpool …
Marko Grujic hefur ekki átt fast sæti í liði Liverpool síðan hann kom til félagsins árið 2016. AFP

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hafnaði tilboði ítalska A-deildarliðsins Torino í Marko Grujic, miðjumann liðsins, í vikunni en það er James Pearce, blaðamaður hjá Liverpool Echo, sem greinir frá þessu.

Ítalska félagið vildi fá Grujic að láni út tímabilið og þá vildi félagið fá forkaupsrétt á miðjumanninum næsta sumar fyrir 10 milljónir evra. Liverpool vill fá að minnsta kosti 20 milljónir punda fyrir Grujic sem er 22 ára gamall.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur mikla trú á leikmanninum og telur að hann eigi framtíð á Anfield þrátt fyrir að hafa fengið fá tækifæri með aðalliðinu á undanförnum árum. Liverpool er tilbúið að lána leikmanninn en þeir vilja að hann skrifi undir nýjan samning á Anfield, áður en hann fær að fara á láni.

Grujic kom til Liverpool frá Red Star Belgrade árið 2016 en hann hefur aðeins komið við sögu í átta leikjum með liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert