Karius að ganga til liðs við Besiktas

Loris Karius.
Loris Karius. AFP

Enska knattspyrnufélagið Liverpool er sagt langt komið í viðræðum sínum við Besiktas í Tyrklandi um félagsskipti á þýska markverðinum Loris Karius. Um er að ræða tveggja ára lánssamning.

Karius hefur ekki spilað kappleik fyrir Liverpool síðan hann gerðist sekur um slæm mistök í úrslitum Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid undir lok síðustu leiktíðar. Síðan þá hefur Liverpool keypt Brasilíumanninn Alisson fyrir metfé.

Karius, sem er 25 ára, er í leikmannahópi Liverpool sem mætir Crystal Palace í úrvalsdeildinni í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert