Leikmenn fá meiri tíma með fjölskyldunni

Maurizio Sarri er strax byrjaður að afla sér vinsælda hjá …
Maurizio Sarri er strax byrjaður að afla sér vinsælda hjá sínu nýja knattspyrnufélagi. AFP

Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið duglegur að breyta til hjá félaginu eftir að hann tók við liðinu í sumar af Antonio Conte. Sportsmail greinir frá því að leikmenn liðsins fái nú meiri tíma með fjölskyldum sínum á morgnana og þurfi ekki að mæta jafnsnemma á æfingasvæðið og þeir voru vanir undir stjórn Conte.

Antonio Conte var mjög strangur við leikmenn sína þegar hann stýrði liðinu og þurftu þeir allir að mæta snemma til vinnu þegar að hann réð ríkjum hjá félaginu. Sarri vill að leikmenn eyði meiri tíma með fjölskyldunni og hefur þetta vakið kátínu hjá leikmönnum félagsins.

Sarri var bankastarfsmaður áður en hann gerðist knattspyrnustjóri, þá fertugur að árum. Hann þekkir því vel til lífsins utan knattspyrnunnar en Chelsea hefur farið mjög vel af stað í ensku úrvalsdeildinni og er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leiki sína í deildinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert