Kvöld eins og þessi eru ótrúleg

Frank Lampard þakkar fyrir sig í kvöld.
Frank Lampard þakkar fyrir sig í kvöld. AFP

„Ég er í sjokki. Þvílík frammistaða. Að fara á Old Trafford og spila svona vel var magnað og ég er mjög stoltur,“ sagði hæstánægður Frank Lampard í samtali við Sky Sports eftir að lærisveinar hans í Derby slógu Manchester United úr leik í enska deildabikarnum í fótbolta í kvöld. 

Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2:2, en Derby hafði að lokum betur í vítaspyrnukeppni. 

„Ég hef aldrei átt eins auðvelt með að velja liðið mitt. Leikmennirnir voru mjög góðir á móti Brentford í síðasta leik og þeir áttu skilið að spila í dag. Ég er að reyna að búa til sigursælt lið og kvöld eins og þessi eru ótrúleg.“

Harry Wilson skoraði ótrúlegt jöfnunarmark í síðari hálfleik með aukaspyrnu langt utan af velli.

„Hann gerir þetta á æfingum. Ég hélt samt að þetta væri of langt færi. Hann og Mason Mount munu fara langt,“ sagði Lampard. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert