Gylfi kominn á toppinn hjá Sky Sports

Gylfi Þór fagnar marki sínu gegn Leicester.
Gylfi Þór fagnar marki sínu gegn Leicester. AFP

Gylfi þór Sigurðsson er samkvæmt Sky Sports sá leikmaður sem er að spila best í ensku úrvalsdeildinni um þesar mundir.

Sky Sports held­ur utan um sérstakan lista þar sem leik­mönn­um er raðað eft­ir frammistöðu sinni í síðustu leikj­um. Á list­an­um er til­lit tekið til 34 ólíkra töl­fræðiþátta og horft til síðustu fimm leikja. Leik­irn­ir hafa mis­mikið vægi en síðasti leik­ur hef­ur mesta vægið og svo koll af kolli.

Gylfi Þór, sem skoraði sigurmark Everton gegn Leicester með frábæru marki, hefur skorað þrjú mörk í síðustu leikjum og með frammistöðu sinni í síðustu leikjum hefur hann skákað Raheem Sterling úr toppsæti listans.

Á lista Sky Sports er Gylfi með 10.742 stig í efsta sæti, Alexsandre Lacazette úr Arsenal er annar með 9.637 stig og í þriðja sæti er Eden Hazard úr Chelsea með 9.598 stig.

Jóhann Berg Guðmundsson tekur stórt skref upp listann en hann er í 11. sætinu með 6.189 stig en Jóhann Berg lagði upp mark Burnley í jafntefli gegn Huddersfield og hefur nú lagt upp fjögur mörk í deildinni á tímabilinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert