Aron Einar Gunnarsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru í byrjunarliðinu hjá sínum liðum í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en þeir eru báðir í eldlínunni klukkan 15.
Jóhann Berg og félagar í Burnley fá Brighton í heimsókn. Burnley er í næst neðsta sæti deildarinnar með níu stig en Brighton er í 10. sætinu með 21 stig.
Aron Einar og félagar í Cardiff fá Southampton í heimsókn. eru í 16. sæti með 11 stig en Southampton er í 18. sæti með níu stig, eins og Burnley.
Mbl.is fylgist með gangi mála í leikjunum sem hefjast klukkan 15 HÉR.