Southgate og Kane heiðraðir

Gareth Southgate og Harry Kane.
Gareth Southgate og Harry Kane. AFP

Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu og Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, voru heiðaðir af Elísabetu Englandsdrottningu í árlegum afhendingum heiðursmerkja bresku krúnunnar í gær.

Southgate fékk OBE-orðuna, sem er sú fjórða í röðinni af fimm heiðursmerkjum krúnunnar, vegna árangurs landsliðsins sem komst í undanúrslit heimsmeistaramótsins í Rússlandi og náði sínum besta árangri í 28 ár.

Kane fékk MBE-orðuna, þá fimmtu í röðinni, en hann varð markakóngur HM í Rússlandi og lýsti yfir stolti sínu á Twitter:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert