Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands í knattspyrnu og Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, voru heiðaðir af Elísabetu Englandsdrottningu í árlegum afhendingum heiðursmerkja bresku krúnunnar í gær.
Southgate fékk OBE-orðuna, sem er sú fjórða í röðinni af fimm heiðursmerkjum krúnunnar, vegna árangurs landsliðsins sem komst í undanúrslit heimsmeistaramótsins í Rússlandi og náði sínum besta árangri í 28 ár.
Kane fékk MBE-orðuna, þá fimmtu í röðinni, en hann varð markakóngur HM í Rússlandi og lýsti yfir stolti sínu á Twitter:
I'm very passionate about our country and very patriotic so to get an MBE makes me immensely proud. It has been a great year for club and country. It shows hard work pays off but I couldn't do it without the teammates, family & friends I've got around me. Thank you. 🙌 #NYHonours pic.twitter.com/ek9giBw2ci
— Harry Kane (@HKane) December 28, 2018