Gordon Banks, einhver frægasti knattspyrnumarkvörður allra tíma, lést í nótt, 81 árs að aldri. Hér gefur að líta myndir frá ýmsum tímum á hans ferli og æviskeiði.
Þess má geta að Banks verður minnst með lófataki á öllum deildaleikjum á Englandi frá og með deginum í dag til sunnudags.
Gordon Banks, lengst til vinstri í aftari röð, ásamt hluta af liði á heimsmeistaramóti Englands árið 1966.
AFP
Gordon Banks í marki Englands í úrslitaleik HM 1966. Hann náði ekki að verja frá Wolfgang Weber sem jafnaði í 2:2 í blálokin en England vann 4:2 í framlengingu.
AFP
Gordon Banks, lengst til vinstri, fylgist með Bobby Moore fyrirliða Englands lyfta heimsstyttunni eftir sigurinn á Vestur-Þýskalandi í úrslitaleik HM 1966.
AFP
Gordon Banks í leik með Stoke City.
AFP
Gordon Banks árið 1969.
AFP
Gordon Banks ræðir við Gunnar Þór Gíslason, stjórnarformann Stoke City, á Britannia Stadium í nóvember 1999.
mbl.is/Ragnar Axelsson
Gordon Banks og Pelé afhenda Thierry Henry verðlaun árið 2004.
Reuters
Gordon Banks árið 2006.
AFP
Gordon Banks með ólympíueldinn á Wembley-leikvanginum í London fyrir Ólympíuleikana 2012.
AFP
Gordon Banks árið 2015.
AFP