McTominay byrjar í fjarveru Matic

Scott McTominay er í byrjunarliði Manchester United gegn Liverpool.
Scott McTominay er í byrjunarliði Manchester United gegn Liverpool. AFP

Manchester United tekur á móti Liverpool í stórleik ensku úrvaldsdeildarinnar í knattspyrnu í dag klukkan 14:05 á Old Trafford. Byrjunarliðin eru klár en athygli vekur að Nemanja Matic, Serbinn öflugi á miðsvæði United, er ekki með liðinu í dag vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu liðsins í gær.

Skotinn ungi, Scott McTominay, kemur inn á miðsvæðið í fjarveru Matic hjá United en annars stillir Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri United, upp hefðbundnu liði en Anthony Martial, sóknarmaður liðsins, er frá vegna meiðsla.

Liverpool stillir upp sínu sterkasta liði en Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður liðsins, byrjar á bekknum í dag en Alexander-Arnold er að koma til baka eftir meiðsli. James Milner byrjar því í stöðu hægri bakvarðar og þá eru þeir Jordan Henderson, Fabinho og Giorginio Wijnaldum inni á miðsvæðinu.

Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.

Man. Utd: (4-4-2) Mark: David de Gea. Vörn: Ashley Young, Chris Smalling, Victor Lindelöf, Luke Shaw. Miðja: Juan Mata, Ander Herrera, Scott McTominay, Paul Pogba. Sókn: Romelu Lukaku, Marcus Rashford. 
Varamenn: Sergio Romero (M), Eric Bailly, Alexis Sánchez, Jesse Lingard, Andreas Pereira, Fred, Diogo Dalot. 

Liverpool: (4-3-3) Mark: Alisson. Vörn: James Milner, Joel Matip, Virgil van Dijk, Andrew Robertson. Miðja: Jordan Henderson, Fabinho, Georginio Wijnaldum. Sókn: Mohamed Salah, Roberto Firmino, Sadio Mané. 
Varamenn: Simon Mignolet (M), Naby Keita, Daniel Sturridge, Adam Lallana, Xherdan Shaqiri, Divock Origi, Trent Alexander-Arnold. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert