Fyrsti leikur Maríu í hálft ár

María Þórisdóttir í leik með Chelsea.
María Þórisdóttir í leik með Chelsea. Ljósmynd/Chelsea

María Þórisdóttir lék í gær sinn fyrsta leik síðan í október þegar hún lék allan tímann með Chelsea í 8:0 sigri liðsins á móti Yeovil.

María hefur ekkert getað spilað síðustu mánuði vegna höfuðmeiðsla en hún fékk heilahristing í leik með Lundúnaliðinu.

María, sem er dótt­ir Þóris Her­geirs­son­ar, þjálf­ara kvenna­landsliðs Nor­egs í hand­bolta, er fædd og upp­al­in í Nor­egi en hef­ur alltaf haldið teng­ingu við Ísland og tal­ar reiprenn­andi ís­lensku. Hún var á dögunum valin í norska landsliðshópinn sem leikur á HM í Frakklandi í sumar.

Chelsea er í þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni þegar einni umferð er ólokið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert