Arsenal í úrslit

Pierre-Emerick Aubameyang fagnar marki í kvöld.
Pierre-Emerick Aubameyang fagnar marki í kvöld. AFP

Pierre-Emerick Aubameyang skoraði þrennu fyrir Arsenal þegar liðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleik Evrópudeildar karla í knattspyrnu með 4:2 sigri á Valencia. Rimma Chelsea og Frankfurt fer í framlengingu í London. 

Arsenal sigraði 4:2 á Spáni og samtals 7:3. Spánverjarnir byrjuðu þó vel og komust 1:0 yfir með marki Kevin Gameiro á 11. mínútu. Aubameyang jafnaði á 17. mínútu en fleiri mörk voru ekki skoruð í fyrri hálfleik. 

Alexandre Lacazette kom Arsenal 2:1 yfir á 50. mínútu en Gameiro jafnaði 2:2 á 58. mínútu. 

Pierre-Emerick Aubameyang skoraði síðustu tvö mörkin á 69. og 88. mínútu. 

Chelsea og Frankfurt gerðu 1:1 jafntefli eins og í fyrri leiknum í Þýskalandi og því verður framlengt á Brúnni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert