Benítez á leið til Kína

Rafael Benítez.
Rafael Benítez. AFP

Spánverjinn Rafael Benítez hefur samþykkt að taka við þjálfun kínverska liðsins Dalian Yifang samkvæmt heimildum Sky Sports.

Benítez sagði skilið við enska úrvalsdeildarliðið Newcastle á dögunum en hann hefur stýrt liðinu undanfarin þrjú ár. Samningur hans við Newcastle rann út í gær og var hann ekki tilbúinn að framlengja hann.

Reiknað er með að Benítez verði kynntur til leiks hjá kínverska liðinu í fyrramálið og tekur hann við liðinu af Suður-Kóreumanninum Choi Kang Hee.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert