Jordan Ayew hefur skrifað undir þriggja ára samning við enska knattspyrnufélagið Crystal Palace en þetta kemur fram á twittersíðu félagsins í dag. Ayew kemur til félagsins frá B-deildarfélagi Swansea en kaupverðið er 2,5 milljónir punda.
Þessi 27 ára gamli sóknarmaður lék með Palace á láni á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði eitt mark og lagði upp önnur tvö í fjórtán byrjunarliðsleikjum í ensku úrvalsdeildinni. Ayew á að baki 58 landsleiki fyrir Gana þar sem hann hefur skorað 15 mörk.
😁 @jordan_ayew9 #CPFC pic.twitter.com/6UI3s03sNs
— Crystal Palace F.C. (@CPFC) July 25, 2019