Lukaku fór ekki með til Noregs

Romelu Lukaku ræðir við liðsfélaga sína eftir æfingaleik við Inter …
Romelu Lukaku ræðir við liðsfélaga sína eftir æfingaleik við Inter í Singapúr 20. júlí. AFP

Flest bendir til þess að belgíski framherjinn Romelu Lukaku yfirgefi Manchester United í sumar og líklegast þykir að hann gangi til liðs við Inter Mílanó.

Lukaku er ekki í leikmannahópi United sem ferðast til Noregs og mætir þar Kristiansund í Ósló á morgun, í næstsíðasta æfingaleik sínum áður en tímabilið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst. Samkvæmt Manchester Evening News er ástæðan ekki meiðsli.

United hafnaði 60 milljóna evra tilboði Inter á dögunum en Antonio Conte, knattspyrnustjóri Inter, hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á að fá Lukaku. Belginn birti mynd af sér með umboðsmanni sínum á Instagram í gær og skrifaði með myndinni: Það styttist í framhaldið (e. soon to be continued).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert