Burnley: Meistarar í öllum deildum

Jóhann Berg Guðmundsson hefur látið talsvert að sér kveða með …
Jóhann Berg Guðmundsson hefur látið talsvert að sér kveða með Burnley undanfarin þrjú ár og hefur átt fjölda stoðsendinga í úrvalsdeildinni ásamt því að skora sex mörk. AFP

Burnley leikur sitt fjórða tímabil í röð í ensku úrvalsdeildinni og er sem fyrr með Jóhann Berg Guðmundsson í hópi sinna lykilmanna.

Jóhann Berg kom til félagsins frá Charlton sumarið 2016, þegar það var nýliði í úrvalsdeildinni, og hefur spilað 84 leiki og skorað sex mörk á þremur tímabilum með liðinu í deildinni.

Burnley var stofnað í samnefndri borg í Lancashire árið 1882 og var eitt af tólf stofnliðum ensku deildakeppninnar árið 1888. Félagið hefur leikið á Turf Moor allar götur frá 1883. Það er eitt fárra félaga í tveimur efstu deildum Englands sem enn er í eigu breskra aðila og stjórnarmenn Burnley eru allir ólaunaðir stuðningsmenn félagsins.

Burnley hefur tvisvar orðið enskur meistari, síðast árið 1960, og vann bikarkeppnina í fyrsta og eina skiptið á upphafsári fyrri heimsstyrjaldarinnar. Lengst lék félagið samfleytt í efstu deild í 24 ár, frá 1947 til 1971, en erfiðasti kaflinn var frá 1976 til 2009 þegar það fór um tíma alla leið niður í D-deildina og sat þar  fast í sjö ár. Botninum náði Burnley árið 1987 þegar það endaði í þriðja neðsta sæti fjórðu deildar.

Burnley er eitt fimm félaga sem hafa unnið allar fjórar efstu deildir enska fótboltans og er frá minnstu borginni sem hefur átt meistaralið á Englandi en í Burnley búa aðeins rúmlega 70 þúsund manns.

Jay Rodriguez er kominn aftur til uppeldisfélagsins Burnley.
Jay Rodriguez er kominn aftur til uppeldisfélagsins Burnley. Ljósmynd/Burnley


Sean Dyche tók við liði Burnley árið 2012 og hefur náð að festa það þokkalega í sessi í úrvalsdeildinni.  Hann fór upp með liðið 2013, það féll strax á fyrsta ári en kom strax aftur og hefur leikið meðal þeirra bestu frá 2016. Burnley endaði í 7. sæti vorið 2018, sem er besti árangur liðsins frá 1974, en það dróst niður í fallbaráttu síðasta vetur þar sem endanleg niðurstaða varð 15. sætið.

Burnley var ekki fyrirferðarmikið á leikmannamarkaðnum í sumar og Dyche ætlar sér greinilega að byggja áfram á sama kjarna og áður. Framherjinn Jay Rodriguez kom aftur til félagsins frá WBA en hann er fæddur og uppalinn í Burnley og spilaði með félaginu til ársins 2012. Tveir reyndir sóknarmenn, Jon Walters og Peter Crouch, lögðu skóna á hilluna í vor.

Sean Dyche hefur stýrt Burnley í sjö ár. Hann er …
Sean Dyche hefur stýrt Burnley í sjö ár. Hann er 48 ára Englendingur sem áður stjórnaði Watford og lék sjálfur lengst af ferlinum með Chesterfield. AFP


Knattspyrnustjóri
: Sean Dyche frá 30. október 2012.
Lokastaðan 2018-19: 15. sæti.
Heimavöllur: Turf Moor, Burnley, 21.944 áhorfendur.
Enskur meistari (2): 1921, 1960.
Bikarmeistari (1): 1914.
Íslenskir leikmenn: Jóhannes Karl Guðjónsson (2007-2010), Jóhann Berg Guðmundsson (frá 2016).

Komnir:
8.8. Danny Drinkwater frá Chelsea
2.8. Bailey Peacock-Farrell frá Leeds
2.8. Adam Phillips frá Norwich
9.7. Jay Rodriguez frá WBA
8.7. Erik Pieters frá Stoke

Farnir:
  8.8. Nakhi Wells til QPR (lán - var í láni hjá QPR)
  1.8. Tom Heaton til Aston Villa
18.7. Anders Lindegaard til Helsingborg (Svíþjóð)
  1.7. Stephen Ward til Stoke
Jon Walters er hættur
Peter Crouch er hættur

Markverðir:
15 Bailey Peacock-Farrell
20 Joe Hart
29 Nick Pope
30 Adam Legzdins

Varnarmenn:
  2 Matthew Lowton
  3 Charlie Taylor
  5 James Tarkowski
  6 Ben Mee
14 Ben Gibson
23 Erik Pieters
26 Phil Bardsley
28 Kevin Long
34 Jimmy Dunne

Miðjumenn:
  4 Jack Cork
  7 Jóhann Berg Guðmundsson
11 Dwight McNeil
12 Robbie Brady
13 Jeff Hendrick
16 Steven Defour
18 Ashley Westwood
25 Aaron Lennon
45 Anthony Driscoll-Glennon
Danny Drinkwater

Sóknarmenn:
  9 Chris Wood
10 Ashley Barnes
19 Jay Rodriguez
27 Matej Vydra
32 Dan Agyei

Þetta er fimmta greinin af 20 um liðin sem leika í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu keppnistímabilið 2019-2020.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert